Olís og Ferðafélag Íslands hafa gert með sér samstarfssamning. Í tengslum við hann hefur verið gert samkomulag um hópakort sem félagsmenn FÍ geta sótt um hjá Olís. Hópakortið er afsláttarkort sem veitir félagsmönnum FÍ afslátt af eldsneyti og öðrum vörum á þjónustustöðvum Olís og Ellingsen.
Meðlimir í Vildarklúbbi Icelandair safna einnig Vildarpunktum með notkun á kortinu.
6 krónu afsláttur af eldsneyti á fullri þjónustu.
4 krónu afsláttur af eldsneyti í sjálfsafgreiðslu .
2 krónu afsláttur í formi Vildarpunkta Icelandair.
10% afsláttur af vörum hjá Olís* og Ellingsen, en þó ekki af ferðavögnum né tilboðsvörum.
Nöfn þeirra sem sækja um hópakort fyrir 15. ágúst n.k. verða sett í pott sem dregið verður úr og tveir heppnir hljóta gjafabréf í Ellingsen að fjárhæð kr. 15 þúsund.
Hópakortið er í raun afsláttarkort og virkar með öllum gjaldmiðlum. Kortinu er rennt í gegnum kassakerfið og síða greitt með peningum, debetkorti eða kreditkorti. Kortið er korthafa algjörlega að kostnaðarlausu og fær hann það sent heim í pósti.