Hópakort OLÍS og Ferðafélags Íslands - vinningshafar

Hópakort Olís og Ferðafélag Íslands

Vinningshafar

Ferðafélag Íslands og Olís gerðu með sér samstarfssamning í sumar. Í tengslum við hann var gert samkomulag um hópakort sem félagsmenn FÍ geta sótt um hjá Olís. Hópakortið er afsláttarkort sem veitir félagsmönnum FÍ afslátt af eldsneyti og öðrum vörum á þjónustustöðvum Olís og Ellingsen.

Nöfn þeirra sem sóttu um hópakort fyrir 15. ágúst sl. voru sett í pott sem dregið var úr og eru það Hjördís Hjartardóttir og Viðar Hafsteinn Eiríksson sem voru svo heppin að vera dregin út og hreppa þau hvort um sig 15 þúsund króna gjafabréf í Ellingsen. Þau hafa þegar vitjað vinningsins og óskum við þeim til hamingju og vonum við að þau njóti vel. Jafnframt þökkum við öllum félagsmönnum Ferðarfélags Íslands fyrir þátttökuna. Þeir félagsmenn sem ekki hafa sótt um ennþá geta gert það núna með því að smella hér