Númer: D-1a
Dagsetning: 2.2.2013 - 1.1.1900
Brottfararstaður: Mörkin 6
Viðburður: Hringferðir á gönguskíðum
Lýsing:
Hringferðir á gönguskíðum 2 skór NÝTT
Stigvaxandi gönguskíðaferðir í þriggja ferða syrpu
Fararstjórar: Ævar og Örvar Aðalsteinssynir.
Verð: 4.000/6.000 hver ferð.
Undirbúningsfundur: Þriðjudaginn 29. janúar kl. 20 í sal FÍ, Mörkinni 6.
Hellisheiði: Gamlar þjóðleiðir - 1
2. febrúar, laugardagur
Brottför: Kl. 9 á einkabílum frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6.
Létt gönguskíðaferð. Genginn hringur frá Skíðaskálanum í Hveradölum eftir fornum þjóðleiðum. Steinkofinn skoðaður og Orustuhóll. 15 km.
Mosfellsheiði: Borgarhólar - 2
16. febrúar, laugardagur
Brottför: Kl. 9 á einkabílum frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6.
Létt gönguskíðaferð. Gengið frá Bringum í Mosfellsdal í Borgarhóla og þaðan um heiðina norður að Þrívörðum. 15-20 km.
Skjaldbreiður - 3
9. mars, laugardagur
Brottför: Kl. 8 á einkabílum frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6.
Krefjandi gönguskíðaferð. Lagt af stað frá Hofmannaflöt og gengin Eyfirðingavegur hinn forni. Mögulega gengið á Skjaldbreið. 30 km.