Hvannadalshnjúkur - æfingaprógrammið

Hvannadalshnúkur – æfingaprógram FÍ fyrir hvítasunnuferð á Hvannadalshnúk

Ferðafélagið hefur um langt árabil staðið fyrir gönguferðum á Hvannadalshnúk. Ferðir FÍ síðast liðin tvö ár undir stjórn Haraldar Arnar Ólafsssonar hafa verið geysivinsælar og fjölmennar.  Ferðafélagsferð FÍ á Hvannadalshnúk 2007 er  Hvítasunnuhelgina 26. maí.

Ferðafélagið vill nú aðstoða göngufólk við undirbúning fyrir ferðina og setur fram æfingaáætlun fyrir ferðina. Um er að ræða 4 mánaða prógram sem miðar að því að undirbúa þátttakendur fyrir gönguferð á Hvannadalshnúk.

Æfingaáætlunin er kynnt á heimasíðu FÍ og með tölvupósti til félagsmanna.

Segja má að það hafi komist í tísku á meðal landans að ganga á hæsta tind landsins.  Flestir hafa sem betur fer gert sér grein fyrir að um erfiða göngu er að ræða sem krefst undirbúnings, útbúnaðar og ekki síst að göngumenn þurfa að vera í góðu formi.  Því miður eru það þó ekki allir og hafa sumir talað um að ætla að skreppa á Hvannadalshnúk um helgina, án þess að hafa undirbúið sig nokkuð.  

Einn mánuður er kynntur í senn. Öllum er frjálst að mæta í gönguferðirnar.

Fræðsla um vetrarferðir, útbúnað og mataræði verður fléttuð inn í prógrammið.

Miðað er við tvær sameiginlegar gönguferðir í viku, en auk þess mælt með þeirri þriðju sem þátttakendur fara á þeim tíma sem hentar.  Jafnframt er önnur líkamsrækt hentug með sem þriðja og fjórða skipti í viku, t.d. sund eða æfing í líkamsræktarsal.

Dagskráin hefst sunnudaginn 11. febrúar og er sem hér segir:

Ø      Sunnudagur 11. febrúar kl. 10.30  - Göngugleði FÍ í nágrenni Reykjavíkur  

Ø      Miðvikudagur 14. febrúar kl. 18 – kvöldganga á Helgafell í Hafnarfirði  .

Ø      Sunnudagur 18. febrúar kl. 10.30 – Göngugleði FÍ í nágrenni Reykjavíkur

Ø      Miðvikudagur 21. febrúar kl. 18 – kvöldganga á Úlfarsfell og nágrenni

Ø      Sunnudagur 25. febrúar kl. 10.30 – Göngugleði FÍ í nágrenni Reykjavíkur

Ø      Miðvikudagur 28. febrúar kl. 18. – Gengið á Esjuna heim að Steini

Ø      Sunnudagur 4. mars kl. 10.30 – Göngugleði FÍ í nágrenni Reykjavíkur

Ø      Miðvikudagur 7. mars kl. 18 – kvöldganga í Elliðarárdal

Ø      Sunnudagur 11. mars kl. 10.30 – Göngugleði FÍ í nágrenni Reykjavíkur

Þátttakendur mæta á eigin bílum, í Mörkina á sunnudögum og að viðkomandi fjalli eða upphafsstað göngu á miðvikudögum.  Nánar auglýst fyrir hverja ferð hvar mæting er. Á sunnudögum er ávallt mætt í Mörkina 6.