Ferðafélagið stendur fyrir ferð á Hvannadalshnúk um Hvítasunnuna í fararstjórn Haraldar Arnar Ólafssonar. Ferðir FÍ á Hvannadalshnúk á þessum tíma hafa notið mikilla vinsælda og hafa þátttakendur verið um og yfir 100. Mesti fjöldi í einni ferð FÍ á Hvannadalshnúk var árið 2005 þegar um 165 þátttakendur ásamt fararstjórum gengu á Hnúkinn og er það óskráð íslandsmet. Síðan hefur fjöldi þátttakenda verið takmarkaður fyri 100. Mikilvægt er að undirbúa sig vel fyrir göngu á Hnúkinn því hér er um að ræða eina lengstu samfelldu göngu á einum degi sem boðið er upp á og getur gangan tekið allt að 14 - 16 klst.
Til að njóta gönguferðar á Hvannadalshnúk er mikilvægt að vera í góðu líkamlegu formi. Besta leiðin til að undirbúa sig fyrir göngu á Hvannadalshnúk er að stunda fjallgöngur í nokkra mánuði áður en gengið er á Hnúkinn.
Ferðafélagið mælir með einni fjallgöngu á viku í febrúar, mars, apríl og maí og þegar kemur fram í miðjan april er gott að fjölga fjallgöngunum í tvær.
Ferðafélagið bendir á dagsferðir FÍ um helgar sem möguleika til fjallgangna til undirbúnings fyrir Hvannadalshnúk. Morgungöngur FÍ, alla morgna fimm daga í röð í byrjun maí eru mjög góðar til að koma sér í betra gönguform.
Reglulegar gönguferðir á Esjuna eru einnig mjög góð æfing.
Frá miðjum apríl og fram að Hvítasunnu mun Ferðafélagið bjóða upp á skipulagðar gönguferðir einu sinni í viku fyrir þátttakendur í ferðinni á Hvannadalshnúk.
Þá er mælt með því að þátttakendur stundi líkamsrækt, t.d. 2svar - 3svar í viku. Sund og gönguferðir á jafnsléttu eru einnig ágætar.
Líkt og í öllu öðru er snýr að heilsu og góðu líkamsformi skiptir mataræðið miklu máli. Borðið hollan og góðan mat