Með fróðleik í fararnesti – gönguferðir Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands
Á aldarafmæli Háskóla Íslands taka skólinn og Ferðafélag Íslands höndum saman og standa fyrir gönguferðum reglulega yfir afmælisárið. Reynsla og þekking leiðsögumanna ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna háskólans blandast saman í áhugaverðum gönguferðum um höfuðborgarsvæðið og næsta nágrenni þess.
Gönguferðirnar verða 12 talsins og taka hver um 2 klukkustundir.
Markmið samstarfs Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands er að færa almenningi afmælisgjöf sem felst í fræðslu og hollri útivist. Um leið er vakin athygli og áhugi á fjölbreyttri starfsemi Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands. Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir. Ekki þarf að skrá sig fyrirfram
Hvers virði er náttúran?
29. október mun Daði Már Kristófersson, dósent í náttúruauðlindahagfræði við Hagfræðideild Háskóla Íslands, ganga um Heiðmörkina og tala um verðmæti náttúrunnar. Gangan hefst við Elliðavatnsbæinn kl. 14:00.