Ný ferð hefur verið sett á dagskrá dagana 12.-14. ágúst sem fengið hefur nafnið Hvíldardagar í Árneshreppi á Ströndum.
Fararstjóri er Reynir Traustason sem verið hefur skálavörður FÍ á Valgeirsstöðum í Norðurfirði í sumar og þekkir vel svæðið og fjöllin í kring.
Þetta er þægileg ferð þar sem kyrrð og upplifun í þessu fámennasta sveitafélagi landsins er í brennidepli.
Ferðin hefst núna föstudaginn 12. ágúst og bókað er á skrifstofu FÍ í síma: 568 2533.
Sjá nánar um ferðina: Hvíldardagar á Ströndum.
Í fjörunni fyrir neðan sæluhúsið Valgeirsstaði í Norðurfirði á Ströndum.
Kaupfélagið til hægri og Reykjaneshyrna fyrir miðri mynd.