Framhjáganga Þórbergs Þórðarsonar haustið 1912 er þekktasta gönguferð íslenskra bókmennta. Þórbergur hélt dagbók á leiðinni, lýsti veðri, skráði hvenær hann lagði af stað og kom á bæi, tíundaði hvar hann fékk kaffi, hvar hann gisti og hvað það kostaði. Þegar hann lýsir göngunni 25 árum síðar í Íslenskum aðli kynnumst við hins vegar hugrenningum ungs manns á fyrstu árum síðustu aldar og fólkinu sem hann hitti og spjallaði við. Landslagið lifnar og eyðibýli meðfram þjóðleiðinni fyllast af fólki. Gangan er ekki aðeins einstök í íslenskum bókmenntum heldur einnig í lífi Þórbergs sjálfs og hann víkur oft að henni síðar á æfinni.