Í óbyggðum 1954 - Brúaröræfi og Askja

Í óbyggðum sumarið 1954

 

 

Á myndasýningu FÍ 10. október kynnir Gerður Steinþórsdóttir dagbókina Í náttúrunnar stórbrotna ríki eftir Ingólf Einarsson en Ferðafélagið gaf hana nýlega út.

   Þar segir frá óbyggðaferð á fjallabílum um Brúaröræfi, eins og í Hvannalindir, Herðubreiðarlindir og Öskju. Sýndar verða ljósmyndir úr ferðinni og stutt kvikmyndarbrot.

   Ingólfur ritaði dagbækur frá ferðum sínum í nær tvo áratugi, en ferðin inn á Brúaröræfi er sú eftirminnilegasta að hans sögn. Hann er heiðursfélagi í Hinu íslenska náttúrufræðifélagi. Gerður var yngsti þátttakandinn í óbyggðaferðinni og ritar formála að dagbókinni.