Fararstjóri:Skúli Ragnarsson
Lagt af stað frá Ytra-Álandi í Þistilfirði kl. 9:00. Ekið að sæluhúsinu á Öxarfjarðarheiði, þaðan er gengið að Hrauntanga, eyðibýli (síðasti bærinn í byggð á Öxarfjarðarheiði), og í Kvíaborgir, einstök náttúrsmíð þar sem sjá má sérkennilegar hellamyndannir. Gengið að eyðibýlunum hljóðu á Öxarfjarðarheiði, en þetta svæði spannar sögusvið “Höllu og heiðarbýlisins” sem er eitt af ritverkum Jóns Trausta. 4.5 klst. 1 skór Nánari upplýsingar og skráning í ferðirnar í s. 4681290 /8631290