Innbrot í bíla á útivistarsvæðum

Ábending frá félagsmanni:

,,Ég vil ekki hrella fólk, en ég vildi koma þeim skilaboðum til alls útivistarfólks að hafa gætur á innbrotsþjófum á útivistarsvæðunum hér á höfuðborgarsvæðinu og ALLS EKKI skilja eftir verðmæti í bílunum, ekki einu sinni í hanskahólfinu!

Það voru mölbrotnar rúður á tveim bílum á bílastæðinu undir Esjunni í gær milli kl. 13 og 16 og búið að taka úr hanskahólfum.  Sem betur fer var fleira fólk ekki enn komið til að ganga á Esjuna á þessum tíma því annars hefðu fleiri orðið fyrir barðinu á þessum ómennska glæpalýð.  Löggan kom og tók skýrslu og er með einhverja grunaða (vitni sáu og töluðu við 2 útlendinga sem þóttu grunsamlegir er þeir sneru við á bílastæðinu án þess að stíga út úr bílunum).  Sams konar innbrot var líka nýbúið að fremja á Rauðavatni skv. lögreglu."