Jarðminjaferðamennska

Geotourism – jarðminjaferðamennska

Jarðminjaferðamennska er skilgreind sem ferðaþjónusta sem byggir á sérstæðri jarðfræði og nýtur stöðugt meiri vinsælla á heimsvísu. Einn virtasti sérfræðingur heims á þessu sviði, dr. Ross Dowling, heldur opinberan fyrirlestur á vegum Háskólafélags Suðurlands, Kötlu Jarðvangs og Líf og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins mánudaginn 29. ágúst kl. 15-17.

Vikuna 21. – 28. ágúst verður dr. Ross Dowling aðalkennari á meistaranámskeiði í Háskóla Íslands um þetta efni með sérstakri áherslu á jarðvanga (Geoparks). 

Skráning er hafin á fyrirlesturinn þann 29. ágúst á netfanginu hrafnkell@hfsu.is.  Verð er kr. 7.500 en fyrir háskólanema kr. 3.500.  Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn og dr. Ross Dowling er að finna á heimasíðu Kötlu jarðvangs www.katlageopark.is

Hér er hægt að hlaða niður nánari upplýsingar um fyrirlesturinn og hér má finna ferilskrá dr. Ross.