Jeppadeildin í Þórsmörk yfir páskana

Jeppadeild Ferðafélagsins verður með aðsetur í Langadal í Þórsmörk yfir páskana og fer í lengri eða skemmri dagsferðir frá skála FÍ.  Verð fyrir jeppa í ferðir jeppadeildar er krónur 6000 hvort heldur tekið er þátt í öllum ferðum yfir páskana eða færri. Að auki er síðan greitt fyrir skálagistingu.  Þátttakendur sem mæta á fólksbílum að Merkurbæjum eru ferjaðir í Langadal og til baka af líðsmönnum jeppadeildar og hægt er að fá far í dagsferðir með jeppum og er þá tekið þátt í kostnaði og greitt krónur 5000 fyrir daginn.

Boðið verður upp á kvöldvökur í Langadal yfir páskana, söng, leiki og myndasýningar.

Farið verður í göngufeðrir frá skálanum og annast skálavörður umsjón og skipulag á þeim.