Jöklanámskeið fyrir fararstjóra FÍ

Ferðafélag Íslands leggur mikið upp úr öruggri fararstjórn í ferðum sínum og hefur nú náð samkomulagi við Jökul Bergmann fjallaleiðsögumann og Harald Örn Ólafsson um þjálfun fyrir jöklafararstjóra félagsins.  Sett verður upp námskeið fyrir fararstjóra FÍ þar sem farið er yfir jöklabúnað, öryggisrelgur, sprungubjörgun og margt fleira sem hafa þarf í huga í jöklaferðum.

Jökull Bergman og Haraldur Örn Ólafsson eru tveir af reyndustu fjallgöngumönnum landsins og segir Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ að það sé mikilll styrkur fyrir fararstjóra FÍ að fá þjálfun og leiðbeiningu frá þessum fjallagörpum.