Jöklaöryggisnámskeið fyrir fararstjóra FÍ - og félagsmenn

Öryggisnámskeið FÍ 2009
Fararstjórn í jöklaferðum
19, 21 mars 2009

Tilgangur þessa námskeiðs er að efla kunnáttu og vitund farastjóra FÍ á sviði öryggismála og fagmennsku í fararstjórn í jöklaferðum, t.d fyrir farastjórn á Hvannadalshnjúk. Í lok þessa námskeiðs eiga þátttakendur að hafa lært stöðluð vinnubrögð sem gera þeim kleift að bregðast við óvæntum aðstæðum af öryggi og staðfestu. Þetta námskeið er mikilvægur þáttur í viðleitni FÍ til að tryggja þátttakendum í ferðum sínum bestu mögulegu þjónustu og öryggi. Þekking og kunnátta fararstjóra er lykillinn að vel heppnaðri Ferðafélagsferð. Leiðbeinandi er UIAGM-IFMGA fjallaleiðsögumaðurinn Jökull Bergmann

Dagskrá:

Fimmtudagskvöld 19 mars 2009:

Fyrirlestrar í sal FÍ.

19:00-20:45

Hópstjórn og umsjá gesta í jöklaferðum

20:45-20:55

Hlé

20:55-21:30

Fagmennska í fararstjórn – Hvað gerir þig að fagmanni?

21:30-21:45

Tími fyrir spurningar og svör

Laugardagur 21 mars 2009:

08:00

Lagt af stað í Bláfjöll eða Botnsúlur

09:00-15:30

Sprungubjörgunaræfing í snjó. Mismunandi aðferðir kynntar og æfðar. Uppsetning akkera í snjó yfirfarin og prófuð. Hópbjörgun sem og einföld dobblunar aðferð kennd og yfirfarin.

16:00

Lagt af stað til Reykjavíkur

Útbúnaðarlisti fyrir öryggisnámskeið FÍ

□   Húfa

□   Lambhúshetta

□   Vettlingar eða Hanskar, tvö pör

□   Ullar eða gerviefna nærföt, bol og buxur (Mæli með Cintamani ullinni)

□   Flíspeysa

□   Flís eða softshell buxur

□   Gore-tex jakki og buxur  (Eða hvaða vind og vatnshelda dót sem þú notar)

□   Ullarsokkar

□   Stífir gönguskór

□   Hlý auka peysa eða dúnúlpa

□   Bakpoki 20-40 lítra  ( Dagpoki )

□   Hitabrúsi

□   Vatnsbrúsi

□   Nesti

□   Myndavél

□   Höfuðljós

Sérhæfður útbúnaður

□   Hjálmur

□   Klifur belti/sigstóll

□   Karabínur: 4stk læstar 4stk ólæstar

□   Sigtól: Túpa eða plata

□   Prússikbönd: 5-6mm þykk. 1stk 1.5m. 2stk 5m.

□   1 stk saumaður borði/slingur 2m 

□   Mannbroddar

□   Gönguísexi

□   Þátttakendur eru hvattir til að mæta með allan þann klifurútbúnað og línur sem þeir eiga til