Vinir okkar í Skógræktarfélagi Reykjavíkur standa fyrir jólamarkaði í Heiðmörk fram að jólum. Opið er um helgarnar frá 1.12 -22.12 frá klukkan 12:00 til 17:00.
Jólamarkaðurinn við Elliðarárbæ í Heiðmörk er haldinn ár hvert af Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Þar er ávallt ljúf jólastemming og heimsókn á markaðinn er orðin ómissandi hluti af aðventuhefðinni hjá mörgum fjölskyldum.
Hugsjón Jólamarkaðsins er að stuðla að upplifun í vetrarparadís þar sem gestir geta notið þess að ganga um í skóginum, velja sér sjálfbært og vistvænt jólatré, og fara á markaðinn þar sem boðið er upp á fjölbreyttar vörur. Fyrir hvert keypt jólatré eru 50 gróðursett sem stuðlar að uppbyggingu skógræktar í landinu.
Viðamikil menningardagskrá er allar helgar, bæði fyrir börn og fullorðna.
Nánari upplýsingar eru á Facebook síðu þeira: facebook.com/heidmork