Jólatilboð FÍ

FÍ býður upp á frábæra jólapakka með völdum ferðabókum. Allt sem útivistargarpurinn og sófaferðalangurinn gætu óskað sér.

Hér koma nokkrar góðar hugmyndir fyrir jólapakkann:

Gjafabréf Ferðafélags Íslands

Þú velur upphæð og þiggjandinn notar gjafabréfið til að kaupa sér lengri eða skemmri ferð að eigin vali eða námskeið á vegum FÍ. Nú eða bara gistingu í einum af 15 fjallaskálum Ferðafélagsins.

Árgjald Ferðafélags Íslands

Þetta er gjöf sem heldur áfram að gefa enda fylgja því margs konar fríðindi að vera félagi í Ferðafélagi Íslands: Árbók FÍ, afslættir í allar ferðir og skála fyrir alla fjölskylduna auk margs konar afsláttarkjara af útivistarvörum og öðrum vörum. Árgjaldið FÍ fyrir árið 2017 er 7.600 kr.

Tvær fyrir eina

Nú fyrir jólin verður hægt að velja tvær árbækur FÍ á verði einnar. Aðeins er greitt fyrir dýrari bókina. Árbækurnar eru einstæður bókaflokkur um land og náttúru sem gefa í senn góðar ferðaupplýsingar ásamt því að veita innsýn í sögu og þjóðlegan fróðleik.

Laugavegurinntilbod.jpg

Laugavegurinn í máli og myndum

Viltu hvetja einhvern til að ganga Laugaveginn? Þetta er jólapakkinn fyrir alla unnendur þessarar vinsælu gönguleiðar á aðeins 7.700 kr.

  • - Laugavegurinn ljósmyndabók eftir Björk Guðbrandsdóttur.
  • - Laugavegurinn. Gönguleiðin milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Fræðslurit eftir Leif Þorsteinsson og Guðjón Ó. Magnússon.

Fjallabaktilbod.jpg

Að Fjallabaki

Eitt fegursta svæði landsins er friðlandið að Fjallabaki og í þessum pakka er allt sem þú gætir viljað vita um þessa útivistarperlu Íslands á 13.500 kr.

  • - Laugavegurinn ljósmyndabók eftir Björk Guðbrandsdóttur.
    - Árbók FÍ 2010. Friðland að Fjallabaki eftir Ólaf Örn Haraldsson.
    - Hellismannaleið. Gönguleiðir á Landmannaafrétti og í Friðlandi að Fjallabaki. Fræðslurit eftir Guðna Olgeirsson.

Skagfirdingatilbod.jpg

Fyrir Skagfirðinginn

Þetta er jólapakkinn fyrir alla sem tengjast Skagafirði á einn eða annan hátt. Þrjár afar vandaðar og veglegar árbækur eftir Pál Sigurðsson á samtals 17.000 kr.

  • - Árbók FÍ 2012. Skagafjörður vestan Vatna: Frá Skagatá að Jökli.
    - Árbók FÍ 2014. Skagafjörður austan Vatna: Frá Jökli að Furðuströndum.
    - Árbók FÍ 2016. Skagafjörður austan Vatna: Frá Hjaltadal að Úlfsdölum.

Austfirdingatilbod.jpg

Fyrir Austfirðinginn

Pakki fyrir alla Austfirðinga, núverandi og brottflutta og aðra sem tengjast svæðinu. Fjórar árbækur eftir Hjörleif Guttormsson á samtals 16.000.

  • - Árbók FÍ 2002. Austfirðir frá Álftafirði til Fáskrúðsfjarðar.
  • - Árbók FÍ 2005. Austfirðir frá Reyðarfirði til Seyðisfjarðar.
  • - Árbók FÍ 2008. Úthérað ásamt Borgarfirði eystra, Víkum og Loðmundarfirði
  • - Árbók FÍ 2013. Norðausturland: Vopnafjörður, Strönd, Langanes, Þistilfjörður, Slétta, Núpasveit, Öxarfjörður og Hólsfjöll.

Hunvetningatilbod.jpg

Fyrir Húnvetninginn

Og ekki má gleyma Húnvetningunum í fjölskyldunni. Þeir fá sinn jólapakka líka á 9.200 kr.

  • - Árbók FÍ 2007. Húnaþing eystra frá jöklum til ystu stranda eftir Jón Torfason.
    - Árbók FÍ 2015. Vestur-Húnavatnssýsla. Frá Hrútafjarðará að Gljúfurá eftir Þór Magnússon.


Vertu velkomin á skrifstofu FÍ, Mörkinni 6 eða hringdu í síma 568 2533 og við sendum þér pakkann í póstkröfu.