Jónsmessu göngu FÍ á Snæfellsjökul - Frestað

Jónsmessuganga á Snæfellsjökul - upplýsingar

Árleg Jónsmessuganga FÍ á Snæfellsjökul verður farin laugardaginn 19. júní. 
Þátttakendur verða um 200 göngugarpar sem munu upplifa Jónsmessunótt á jöklinum. 
Helstu upplýsingar til þátttakenda eru:  Lagt verður af stað frá Mörkinni 6 kl. 17 í rútu.  Á leiðinni verður stoppað við Vegtamót á Snæfellsnesi í 30 mínútur.   Síðan er ekið að Hellnum að þjónustumiðstöð þjóðgarðsins þar sem landverðir taka á móti hópnum og verða með stutta fræðslu um Snæfellsjökul og þjóðgarðinn.  Síðan er ekið áfram áleiðis að Hellissandi (ca 10 km frá Hellnum) en beygt til hægri þar sem Eysteinsdalur er merktur á skilti.  Þar er ekið eins langt og leið liggur að náttúrulega gerðu bílastæði. 
Lagt verður verður af stað í gönguna um kl. 21.45. Gengið er í tvöfaldri/þrefaldri röð á tind Snæfellsjökuls.  Á leiðinni verður ein 15 mínútna kaffipása.
Á tindinum verður hópurinn um miðnætti og áætlað að koma niður á milli kl. 02 - 03. 
Þátttakendur þurfa ekki jöklabúnað, þe belti, brodda eða ísexi en fylgja fyrirmælum fararstjóra.  Þeir sem aka á einkabílum mæta á Hellnum kl. 20. 
Þátttakendur taka með sér góðan göngufatnað/hlífðarfatnað,húfu og vettlinga, bakpoka með nesti og drykk, sólgleraugu, sólarárburð ( göngustafi, myndavél, sjónauka, göngukort .... ) Fararstjórar í ferðinni eru Páll Guðmundsson og Auður Kjartansdóttir og þeim til aðstoðar verður fríður hópur fararstjóra og landvarða.