Jónsmessuganga FÍ á Heklu föstudaginn 22. júní.
Fararstjóri: Páll Guðmundsson
Lagt af stað úr Reykjavík frá skrifstofu FÍ Mörkinni 6 kl. 18
Þátttakendur geta valið um að fara á einkabílum eða með rútu.
Ekið upp Landsveit, beygt við Dómadalsleið og að Skjólkvíum.
Gangan hefst um kl. 20.30 frá Skjólkvíum.
Áætlað að vera á toppnum laust eftir miðnætti og að ferðinni ljúki um kl 3 niður við bílastæði og komið verði til Reykjavíkur um kl. 5 í morgunsárið.
Frábært útsýni yfir Suðurland við réttar aðstæður.
Hekla er í hugum margra drottning íslenskra fjalla og á þar í harðri samkeppni við frænku sína í norðri Herðubreið sem þó hefur verið krýnd opinberlega.
Gönguferð á Heklu tekur um 7 - 8 klst. Hekla er 1488 metra hátt fjall og því um alvöru fjallgöngu og nokkuð krefjandi gönguferð að ræða. Mikilvægt er að taka með sér góðan búnað, góða gönguskó, hlífðarfatnað, húfu og vettlinga, göngustafi, bakpoka og nesti.
Í nesti er gott að hafa t.d. tvær samlokur eða flatkökur með hangikjöti, harðfisk, kexpakka eða súkkulaði ( mars/ snickers) hnetur og rúsínur í poka og 1 1/2 til 2 ltr af vatni eða öðrum drykk, heitu vatni á brúsa eða orkudrykkjum.
Rétt er að minna á að gott er að hafa með sér sólgleraugu, sólaráburð og myndavél.
Ekki er þörf á ísbroddum eða ísexi í gönguferð á Heklu á þessum árstíma.
Verð kr. 3000 / 5000 með rútu,
Þeir sem fara á einkabíll kr. 2000.
Betra er að greiða fyrirfram á skrifstofu Ferðafélagsins.