Ferðafélag Skagafjarðar stendur fyrir miðnætur kayak siglingu í Drangey þann 12. júní næstkomandi. Áætlað er að leggja af stað undir miðnætti frá Grettislaug og sigla út í eyju, fara hring um eyjuna, kanna sögustaði og ferðin endar síðan þar sem hún hófst í Grettislaug. Það er ógleymanlegt að sigla um Skagafjörðinn í miðnætur sól og góðu veðri. Til að tryggja að ferðin lukkist sem best þá var farin stutt æfingarferð í síðustu viku og eins og meðfylgjandi myndir sýna þá tóku náttúruöflin virkan þátt í æfingunni. Umgjörðin var fyrsta flokks, logn, eldrautt sólarlag og létt undiralda.
Nánari upplýsingar um ferðina er að finna í ferðaáætlun Ferðafélags Íslands (www.fi.is) og að sjálfsögðu einnig á vefsíðu Ferðafélags Skagafjarðar (www.ffs.is). Hægt er að bóka sig í ferðina með því að senda tölvupóst á Hallbjörn (hallbjorn.bjornsson@capacent.is) eða í síma 862 2539.