Klöngur og klifur á Þingvöllum

 

Hæ Hó Jibbíjei


Ekkert stoppar Ferðafélag barnanna, hvorki klettahöft né úrhellisrigning! Það sannaðist á 17. júní þegar 20 manna hópur bauð rigningunni byrginn og fann sér leið eftir endilöngum Þingvallagjánum, í gegnum hella, upp kletta og yfir djúpar gjár.

Í helliKlifrað

Í SnókuGengið var eftir Snókugjá sem er afar erfið yfirferðar og þar stungu börnin hina fullorðnu af enda meistarar í klöngri og klifri.

Allir lærðu að þekkja Blágresi og Fjalldalafífil sem ná hæstu hæðum í Snóku og sáu með eigin augum hvernig Ísland gliðnar í sundur á hverju einasta ári.

Eftir súldarsamt matarstopp var farið í leiki við Öxarárfoss og svo voru Gálgaklettur, Brennugjá, Höggstokkseyri og Drekkingarhylur skoðaðir og vöngum velt yfir öllum þeim voðaverkum sem þar áttu sér stað fyrr á öldum.

Það voru síðan blautir en glaðir krakkar sem kvöddust eftir skemmtilega ævintýragöngu um einn helgasta stað Íslendinga.

Hér má sjá myndir úr ferðinni.