Kóngsvegur í fornbílum - Þingvellir - Laugarvatn

Ferðafélagið og Fornbílaklúlbbur Íslands standa fyrir ferð 16. júní þar sem ferðast verður í fornbílum um kóngsveginn svonefnda í minningu þess að 100 ár eru nú liðin frá komu Friðriks VIII.  Lagt verður upp í ferðina frá höfðuðstöðvum FÍ Mörkinni 6 kl. 9 að laugardagsmorgni.  Ekið verður til Þingvalla og Laugarvatns og stansað á nokkrum stöðum og heimsóknin rifjuð upp í sögum og ljóðum. Ólafur Örn Haraldsson er fararstjóri í ferðinni og Sigurður G. Tómasson sér um leiðsögn.  Bóka þarf í ferðina fyrirfram.

Gerð kongungsvegarins er sennilega ein dýrasta vegaframkvæmd Íslandssögunnar og kostaði um 14% af útgjöldum ríkisins á þeim tíma.

Verð í ferðina er kr. 5000./7000
Innifalið fargjald og leiðsögn og léttar veitingar.