Fararstjórar: Ólafur Örn Haraldsson og Eva G. Þorvaldsdóttir.
Brottför frá Grasagarðinum í Reykjavík kl. 10.
Mæting í Grasagarðinn kl. 9, og er þar fræðsla um blóm og plöntur og boðið upp á grasate.
Konungsvegurinn frá Laugarvatni að Geysi. Ekið í fornbílum frá Reykjavík. Gengið að hluta til eftir gamla veginum. Sérstök fræðsla um blóm á samnorrænum degi villtra blóma.
Dagur villtra blóma á Norðurlöndum er haldinn hátíðlegur alls staðar á Norðurlöndunum sunnudaginn 15. júní 2008. FÍ og Grasagarður Reykjavíkur standa sameiginlega að Degi villtra blóma. Lærið að þekkja algengar íslenskar plöntutegundir og kynnist gróðri landsins. Gott er að hafa plöntuhandbók meðferðis. Leiðbeinandi Eva G. Þorvaldsdóttir forstöðumaður Grasagarðs Reykjavíkur.