Ferðafélagið býður upp á athyglisverða og skemmtilega ferð nk sunnudag þegar farið verður í fornbílum eftir eða í næsta nágrenni við Kóngsveginn. Ekið verður sem leið liggur til Þingvalla og Laugarvatns og að Úhlíð til Björns bónda Sigurðssonar sem mun taka á móti gestum í nýju kirkjunni sinni. Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ er fararstjóri í ferðinni, ásamt Evu Þorvaldsdóttur sem sér um grasafræðslu í ferðinni á þessum norræna degi blóma.
Stoppað verður á nokkrum stöðum á leiðinni og farið yfir sögu kóngsvegarins.
Í úthlíð verður til sölu súpa, brauð, kaffi og kleinur á sanngjörnu verði.
Mæting er í Grasagarðinum kl. 9 á sunnudagsmorgun og verður þá fræðsla um blóm og jurtir.
Lagt er af stað í fornbílaferðina kl. 10 frá Grasagarðinum. Áætlað er að koma til baka til Reykjavíkur um kl. 17.30.