Ert þú í áhættuhópi fyrir kransæðasjúkdóm? Félögum í Ferðafélagi Íslands býðst að kaupa Kransæðabókina sérstöku tilboðsverði, kr. 4.900. Tilboðið gildir aðeins ef bókin er keypt á skrifstofu FÍ, Mörkinni 6.
Kransæðabókin kom út núna fyrir jólin og er afar vönduð og aðgengileg heimild um einn af algengustu sjúkdómum á Íslandi.
Bókin hefur á margan hátt sérstöðu í íslenskri bókaútgáfu. Í henni er að finna gagnlegar og auðlesnar upplýsingar um kransæðasjúkdóm sem hrjáir þúsundir Íslendinga og er ein algengasta dánarorsökin hér á landi.
Bókin er samin af 30 íslenskum sérfræðingum; læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraþjálfurum og næringarfræðingum sem flestir starfa á Landspítala og er ætluð almenningi ekki síður en heilbrigðisstarfsfólki. Ritstjórar bókarinnar eru Guðmundur Þorgeirsson og Tómas Guðbjartsson, prófessorar og yfirlæknar.
Rekja má um þriðjung allra dauðsfalla á Íslandi til hjarta- og æðasjúkdóma, og eru ¾ þeirra vegna kransæðasjúkdóms. Margir áhættuþættir kransæðasjúkdóms eru vel þekktir eins og reykingar, háþrýstingur, hækkaður blóðþrýstingur og blóðfitur, sykursýki, offita og hreyfingarleysi. Kransæðasjúkdómur er líka algengari í vissum fjölskyldum og hefur ættlægni sjúkdómsins lengi verið þekkt.
Ert þú í áhættuhópi að fá kransæðasjúkdóm og hvað getur þú gert til að draga úr þeirri áhættu? Í Kransæðabókinni er að finna ítarlegar upplýsingar um þennan algenga sjúkdóm sem er eitt stærsta viðfangsefni íslensks heilbrigðiskerfis,m.a. um orsakir, einkenni, greiningu, meðferð og forvarnir.
Í bókinni eru einnig ítarlegir kaflar um mataræði og þunglyndi en sýnt hefur verið fram á að þunglyndi getur aukið áhættu á kransæðasjúkdómi.
Kransæðabókin er ríkulega myndskreytt með teikningum og ljósmyndum eftir íslenska listamenn.
Nokkrar magnaðar staðreyndir um hjartað