Asahláka hefur verið á hálendinu að undanförnu og nú er svo komið að varhugavert er að aka inn í Landmannalaugar.
Mikill krapi liggur í leiðinni bæði í leiðinni úr Sigöldu á milli Hnausa og Hnausapolls og í Dómadalsleiðinni.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum hefur veðráttan síðustu daga orðið til þess að meira er af krapa og vatni á leiðinni en snjó.
Enginn skálavörður verður inni í Laugum nokkra næstu daga og er skálinn læstur á meðan. Hafi menn hug á að fara inn í Landmannalaugar á næstunni þarf að sækja lykil á skrifstofu Ferðafélagsins í Mörkinni 6.