Kúnstir náttúrunnar - útgáfutónleikar 21. mars

Útgáfutónleikar og söngvakvöld í Hannesarholti

Fimmtudagskvöld 21. mars, kl. 20 verður fjölbreytt söngvaka í salnum í Hannesarholti á Grundarstíg 10. Þar flytur hópur söngfólks og tónlistarmanna söngva í tilefni af útgáfu albúmsins Kúnstir náttúrunnar (CD- og DVD-diskur).  

Útgáfan er helguð aldarafmæli Sigurðar Þórarinssonar sem var á síðastliðnu ári. Útgefendur albúmsins standa að dagskránni ásamt menningarmiðstöðinni Hannesarholti. –

Aðgangseyrir er kr. 2.000  –  Aðgöngumiða þarf að panta á netfanginu songvaka@gmail.com. Staðfesting á pöntun berst síðan í tölvupósti. Athugið að salurinn rúmar aðeins liðlega 60 manns og því mikilvægt að panta tímanlega.  Miðar eru síðan greiddir við innganginn rétt fyrir tónleikana.

Meginuppistaðan í dagskránni verður þessi:

1) Hópurinn flytur söngvísur við ljóðaþýðingar og frumsamda texta Sigurðar. Gerð verður stuttlega grein fyrir útgáfunni og tilurð söngvísnanna.   

2) ’Edda Þórarinsdóttir og tríóið Pálsson’ flytja nokkra söngva, þar á meðal einn sem er á fyrrnefndum hljómdiski.

3) Flutt verða þekkt sönglög við ljóð Hannesar Hafstein. Hér er vel þegið að gestir kvöldsins taki undir.

Flytjendur verða:  Árni Björnsson, Björgvin Gíslason, Edda Þórarinsdóttir, Elín Ýrr Agnarsdóttir, Gunnar Guttormsson, Halldór Ólafsson, Kristján Hrannar Pálsson, Magnús Pálsson, Njáll Sigurðsson,  Oddur Sigurðsson, Páll Einarsson,  Reynir Jónasson og Rúnar Einarsson.

Í hléi geta tónleikagestir fengið sér kaffi eða te.  Einnig gefst þá kostur á að kaupa albúmið.