Myndakvöld FÍ miðvikudag 24. september kl. 20
Jóhannes Ellertsson langferðabílstjóri og ferðafélagi sýnir kvikmyndir úr ferðum félagsins, allt frá árinu 1958. Jóhannes sem var á meðal fyrstu manna á landinu sem eignaðist kvikmyndatökuvél og tók fjölmargar kvikmyndir á ferðum sínum með félaginu. Ótal margir gamlir og góðir félagsmenn koma við sögu í þessari sýningu Jóhannesar sem sýnir á skemmtilegan hátt stemmingu í ferðum, búnað, leiðsögn og fleira. Aðgangseyrir á myndakvöldið er kr. 600. Innifalið er kaffi og meðlæti. Allir velkomnir.