Skálavörður í Landmannalaugum er kominn til byggða og skálinn nú læstur. Vilji ferðalangar komast þar í húsaskjól þarf að hafa samband við skrifstofu Ferðafélags Íslands í síma 568-2533 til þess að fá lykil. Gæsla hefst ekki í skálanum aftur fyrr en á nýju ári.
Ãetta er sá tími árs sem hvað fæstir ferðalangar eiga leið um hálendið þótt víða sé ágæt færð. Myrkur og haust er sest að og styttist um eitt hænufet á hverjum degi sá tími er birtu nýtur. Þetta er tíminn til að liggja við lestur bóka og skoðun korta og leggja á ráðin fyrir næsta sumar þegar sól rís að nýju með fyrirheit um bjartar nætur og ný og skemmtileg ferðalög.
Landmannalaugar eru einn fjölsóttasti áfangastaður ferðamanna á hálendinu.