Landkönnun norðan Torfajökuls

Landkönnun og ævintýraferð norðan Torfajökuls - Ferðir FÍ
Ferðir - RSS
Númer:

S-35
Dagsetning: 12.8.2010
Brottfararstaður: Mörkin 6 kl. 9
Viðburður: Landkönnun og ævintýraferð norðan Torfajökuls
Erfiðleikastig: Erfiðar og langar dagleiðir (jafnvel yfir 10 klst.) gengið í fjalllendi með allt á bakinu • má búast við erfiðum ám • aðeins fyrir fólk í mjög góðri þjálfunErfiðar og langar dagleiðir (jafnvel yfir 10 klst.) gengið í fjalllendi með allt á bakinu • má búast við erfiðum ám • aðeins fyrir fólk í mjög góðri þjálfunErfiðar og langar dagleiðir (jafnvel yfir 10 klst.) gengið í fjalllendi með allt á bakinu • má búast við erfiðum ám • aðeins fyrir fólk í mjög góðri þjálfunErfiðar og langar dagleiðir (jafnvel yfir 10 klst.) gengið í fjalllendi með allt á bakinu • má búast við erfiðum ám • aðeins fyrir fólk í mjög góðri þjálfun
Lýsing:

S-35

HÁLENDIР                                                                                           

Landkönnun og ævintýraferð norðan Torfajökuls 

12.-15. ágúst

Fararstjóri Ólafur Örn Haraldsson

Hámarksfjöldi: 20

Fjögurra daga landkönnunarferð með allt á bakinu. Ferðin er farin til þess að kanna og velja nýjar ferðaleiðir um fegurstu en um leið fáförnustu svæði Friðlandsins að Fjallabaki og austur á Mælifellssand. Þátttakendur verða að vera tilbúnir að kanna nýjar slóðir, finna vöð á ám og lenda í óvæntum ævintýrum. Þetta er ekki hættuför en þátttakendur þurfa að vera vanir göngumenn með góðan búnað, þ.m.t. göngutjald, svefnpoka, prímus, ljós, mat og góð föt, stafi og gps tæki.

1. dagur, fimmtudagur: Ekið með rútu frá Reykjavík kl. 9.00 í Landmannalaugar. Gengið úr Landmannalaugum í Hrafntinnusker. Gist þar í skála.

2.-3. dagur: Lagt af stað frá Hrafntinnuskeri kl. 6 til þess að ná sólaruppkomunni í skarðinu í Reykjafjöllum. Gengið um svæðið austan Reykjafjalla og norðan Háskerðings ofan við Kaldaklof. M.a. skoðaðir Háuhverir, Tvílitafossar, leirhverir, hveramyndanir og gróður í giljum. Gengið niður fjárgötur á Sauðanefi við hengiflug Hamragilja í Hattver og þaðan í Þrengslin í Jökulgilinu þar sem furðumyndir í bergi og litbrigði líparítsins eru með ólíkindum. Tjaldað í lok þriðja dags við Strútslaug.

4. dagur: Gengið með Hólmsárlóni að útfalli þess. Skoðaður Rauðibotn í Eldgjá og gengið að Brytalækjum. Ekið í rútu til Reykjavíkur. Ferðalok.

Verð: 32.000 / 37.000

Innifalið: Rúta, gisting og fararstjórn.