Föstudagurinn 16.apríl kl.17.30
Lagt af stað frá Esjustofu og gengið upp Gunnlaugsskarð, en þaðan er stefnan tekin á Kerhólakambinn og niður Kambshorn og komið niður í Gljúfurdal. Þaðan er bíll að Esjustofu. 3/4klst
Laugardagur 17.apríl kl. 9.00
Hittumst neðan við Sneiðingaklett (fyrir ofan vigtina,rétt áður en beygt er inn Hvalfjörðinn) Gengið í átt að Lokufjalli, norðan megin Blikdalsins, þaðan í átt að Hnefa sem er í 400m hæð, þaðan á Melahnúk og svo áfram upp í 752m hæð á hinn fagra Dýjadalshnjúk sem blasir við á vinstri hönd. Áfram er haldið eftir Esjunni í átt að Hábungu 910m.Þaðan er stefnan tekin á Kerhólakambinn 851m og strunsað framhjá Kambshorninu í áttina að Smáþúfum og gengið niður hjá Sneiðingskletti, en þá reyndar stutt í bílana.
Áætlaður göngutími 6-8 klst
Sunnudagur 18.apríl. Brottför kl 10.00
Hittumst við Kerlingargil í Miðdal, en þar hefst gangan.
Gengið upp á Dýjadalshnúkinn. Stefnan tekin á Kistufellið og þar niður og komið að Leirvogsánni, rétt litið á Leynidal á leiðinni þangað, ásamt einhverju fjalla glápi, þó allt eftir veðri.
Áætlaður tími: 6 klst.
Fararstjóri er Esju er sem endranær Þórður Marelssson hinn ungi.