Langisjór - FÍ og Landvernd

Langisjór – 22. júní - 24. júní
Þjórsárver – 11. ágúst, fræðslufundur Mörkinni 6 og 12. ágúst ferð.

Langisjór
Föstudaginn 22. júní, fræðslufundur Mörkinni 6 frá kl. 19:30.
Snorri P. Snorrason, jarðfræðingur, og Hilmar Malmquist, vatnalíffræðingur, halda erindi um náttúrufar, lífríki mótun og myndun Langasjávar í Mörkinni 6.

Laugardaginn 23. júní.
Fólk fer á eigin vegum upp í Hólaskjól. Hægt er að gista í skála eða á tjaldsvæðinu við skálann. Um kvöldið verður kvöldvaka og sögustund.

Sunnudagur 24. júní.
Farið með rútu upp í Langasjó kl. 8:00. Gengið verður um Fögrufjöll, Breiðbak, Sveinstind o.fl. eftir vilja hvers og eins.

Verð fyrir félaga í Landvernd eða FÍ kr: 6.000 kr.
Verð fyrir aðra 8.0000 kr.
Innifalið: rúta frá Langasjó, fræðslufundur, fararstjórn og gisting.
Hægt er að kaupa far með rútu frá Reykjavík – Langisjór – Reykjavik, aukagjald kr. 6000