Langt ná klær Kötlu

19. júlí kl. 13:00.  Langt ná klær Kröflu. Gönguferð að Skjálftavatni.
Á árunum 1975 - 1984 urðu mikil umbrot í Kelduhverfi.  Mörg eldgos urðu á Kröflusvæðinu og í Gjástykki og mjög harður jarðskjálfti skók svæðið vorið 1976.  Þegar snjóa leysti  hafði myndast vatn á sandinum sem fékk nafnið Skjálftavatn.

Gengið verður norður Ássand að Bakkahlaupi þar sem oft má sjá landseli flatmaga á eyrum í ánni. Þaðan verður gengið að Skjálftavatni og norður fyrir það allt að Vestursandsvegi á móts við bæinn Þórunnarsel. 

Gestir mæti kl. 13:00 í Gljúfrastofu þar sem sameinast verður um bíla. Þaðan verður ekið að svokölluðum Veggjarenda þar sem gönguferðin hefst. Í lok gönguferðar verður sameinast um að sækja bílana. Lengd gönguleiðar er um 11 km og er tími ferðar áætlaður um 5 klst.  Gönguferðin er skipulögð af Þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum í samstarfi við Ferðafélag Húsavíkur.

Upplýsingar í Gljúfrastofu í Ásbyrgi í síma 465 2195.

 

 

Ferðafélag Húsavíkur

Formaður félagsins er Ingvar Sveinbjörnsson. Sími 464-1122, 464-2072 eða 894-0872.

Gönguferðir:

Ferðafélag Húsavíkur skipuleggur árlega góða dagskrá þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Allir eru velkomnir í ferðir FFH félagsmenn sem aðrir.

____________________________________________________

Ferðaáætlun Ferðafélags Húsavíkur 2008  


24. júní Jónsmessuganga á Tjörnesi - kvöldganga.

28. júní  kl. 13:00.  Gengið um söguslóðir Áss og Ásbyrgis.
5. júlí   Fjörður

Ágúst

9. ágúst kl. 11:00.  Gengið um söguslóðir Svínadals og Fornasels.
 
Svínadalur er gamalt eyðibýli sunnan Vesturdals. Þar sést enn móta fyrir húsatóftum frá mismunandi tímum en Svínadalur fór í eyði um miðja 20. öldina. Í kringum Svínadal var fjölbreytt landslagið nýtt fyrir búfénað og ábúendur hlóðu réttir og aðhöld í klettabyrgjum og hellisskútum. Sunnan Svínadals má sjá tóftir Fornasels en ekkert er vitað um byggð þar. Talið er að þær séu mjög gamlar eins og nafnið ber með sér.

Gengið verður frá húsi landvarða í Vesturdal, suður að Svínadal og þaðan áfram suður að Fornaseli. Frá Fornaseli verður gengið austur að Jökulsá og henni fylgt í Vesturdal.

Gönguferðin hefst kl. 11:00  við hús landvarða í Vesturdal. Lengd gönguleiðar er um 14 km og er tími ferðar áætlaður um 6 klst. Gönguferðin er skipulögð af Þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum í samstarfi við Ferðafélag Húsavíkur.

9. ágúst  Sléttugangan
Umsjón og upplýsingar hjá  Hótel Norðurljós í síma 465 1233.


22.-23.  ágúst Heilagsdalur – Fremrinámur
Farið á föstudagskvöldi á Heilagsdal sem er austan Bláfjalls ,og gist í skála ferðafélagsins. Laugardagurinn nýttur í göngu og skoðunarferð um Fremrinámur sem er háhitasvæði í Ketildyngju. Haldið heim um kvöldið.

Upplýsingar og skráning í ferðir
Húsavíkurstofa – upplýsingamiðstöð, Garðarsbraut 7, Húsavík, sími 464 4300.
Vegna skipulagningar og undirbúnings þurfa þátttakendur að skrá  sig með amk dags fyrirvara.

Gönguferðanefnd Ferðafélags Húsavíkur:
Tryggvi Finnsson, sími 894 4051
Tryggvi Jóhannsson, sími 861 8474
Gunnar Jóhannesson, sími 894 1470

Skálar félagsins:

Ferðafélag Húsavíkur og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs eiga saman og reka Sigurðarskála í Kverkfjöllum.

Félagar í Ferðafélagi Húsavíkur, í samvinnu við Norðurvík á Húsavík, unnu að smíði og frágangi á nýjum skála á fyrri hluta árs 2004 sem síðan var fluttur á Heilagsdal í júlí það ár. Heilagsdalur er austan Bláfjalls sem er suðaustur af Mývatni. Upplýsingar: Ingvar í síma 464-1122, 464-2072 eða 894-0872.