Laugavegurinn á topp tíu

Mynd úr myndasafni FÍ.
Mynd úr myndasafni FÍ.

Það eru ekki bara Íslendingar sem eru hrifnir af Laugaveginum eins og berlega hefur komið í ljós undanfarin ár. Gönguleiðin er iðulega valin á lista yfir bestu fjallgönguleiðir sem fyrirfinnast, nú síðast af Fodor’s sem er með stærsu ferðabókaútgefendum heims. 

,,Þetta eru afar ánægjulegar fréttir og um leið viðurkenning á starfi Ferðafélagsins en FÍ hefur byggt upp gönguleiðina, stikað hana og merkt, byggt upp skála, lagt göngubrýr, sem og gefið út kort, árbækur og gönguleiðarit um leiðina.  Þetta starf hefur að mestu verið unnið í sjálfboðavinnu og tekið langan tíma en Laugavegurinn var fyrst gengin á vegum FÍ 1979 en þó mörgum árum áður og jafnvel áratugum höfðu menn verið að spreyta sig við leiðina, " segir Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ.  Laugavegurinn hefur á undanförnun árum fengið margar útnefningar af þessu tagi, meðal annars frá National Geogarphic. 

Það var Ferðalagavefur mbl.is sem vakti athygli á lista Fodor’s.

Frétt mbl.is

Listi Fodor’s