Laugavegurinn í ágúst

Laugavegurinn

17. – 21. ágúst, 5 dagar

 Gengið um Laugaveginn sem er vinsælasta gönguleið landsins. Fjölbreytt landslag, m.a. háhitasvæði, sandar, ár (brúaðar og óbrúaðar) og skóglendi.

1. dagur, miðvikudagur: Brottför með rútu frá Mörkinni 6 kl. 8.30 og ekið í Landmannalaugar. Gengið er samdægurs í skálann í Hrafntinnuskeri. Kvöldganga um nágrennið.

2. dagur: Gengið um Kaldaklofsfjöll, jafnvel á einn tind ef veður leyfir, og í skálann við Álftavatn.

3. dagur: Á þessari dagleið er komið við í Hvanngili, Bláfjallakvísl vaðin og arkað yfir sanda á leið í skálana á Botnum í Emstrum. Markarfljótsgljúfur skoðað.

4. dagur: Vaða þarf Þröngá á leiðinni til Þórsmerkur þar sem gist verður síðustu nóttina eftir sameiginlega grillmáltíð sem er ekki innifalin í verði.

5. dagur: Morgunganga áður en haldið er af stað til Reykjavíkur.

Verð: 50.000 / 55.000

Innifalið: Rúta, gisting, trúss og fararstjórn.