Laus sæti í spennandi ferðir

Hér er að neðan eru kynntar spennandi sumarleyfisferðir þar sem enn eru nokkur sæti laus.

Gott er að bóka tímanlega í ferðir til að tryggja sæti.

Sæludagar í Svarfaðardal – 6 dagar

Númer: S-9

Dagsetning: 6.7.2008

Brottfararstaður: Húsabakki í Svarfaðardal

Viðburður: Sæludagar í Svarfaðardal – 6 dagar

Lýsing:

NORÐURLAND. 3 skór

Gönguferð og ævintýradvöl í Svarfaðardal dagana 6. til 11. júlí 2008.

Fararstjóri: Kristján Eldjárn Hjartarson.

Í samvinnu við Kristján Eldjárn Hjartarson, að Tjörn í Svarfaðardal, er boðið upp á fimm daga ævintýradvöl í Svarfaðardal. Allt í einum pakka; fjölbreyttar gönguleiðir, jarðfræði, fuglaskoðun, jurtagreining, örnefnahugleiðingar og þjóðfræði, í bland við alþýðukveðskap og innansveitarkróniku. Kristján verður fararstjóri ásamt fleiri heimamönnum.

Sjá nánar á heimasíðu FÍ -

http://www.fi.is/ferdir/ferdir-fi/nr/534/

Ganga - kajak - reiðhjól

Númer: S-Ss - 4

Dagsetning: 10.7.2008

Brottfararstaður: Laugar í Hvammssveit

Viðburður: Ganga - kajak - reiðhjól

Lýsing:

Ganga - reiðhjól - kajak

Trússferð með uppihaldi í 4 daga um héruð f yrir botni Breiðafjarðar – Farið f rá Laugum í Hvammssveit yf ir á Skarðsströnd, um Klofning, Fellsströnd og Hvammssveit aftur að Laugum.

Sérstaða þessarar ferðar er FJÖLBREYTNI í náttúrufari inn til dala, upp til fjalla og út til stranda. Gengið um dalanna kyrrð, hjólað um fáfarna sveitavegi og róið á kajak inn um hólma og sker, fugla og sérkennilegar sjókindur. Fornsögur rifjaðar upp og sögustaðir skoðaðir.

Heilsað upp á heimamenn og hlustað á þjóðsögur, ýkjusögur og gamansögur. Skoðað hvílík firn Dalirnir hafa lagt til menningararfs þjóðarinnar, t.d. í bókmenntum og myndlist.

Spáð í mannlífið á svæðinu fyrr og nú og ýmsa möguleika byggðarlagsins.

 

Innifalið: Gisting í 8 manna

tjöldum með kyndingu, fararstjórn, fullt fæði (morgunmatur, nesti og kvöldmatur (dægilegar krásir

heimamanna))

Fararstjórar: Jón Jóel Einarsson, með rætur í

byggðinni og hans frú Maggý Magnúsdóttir. Gamlir útivistarjaxlar.

Fararskjótar: Reiðhjól – leiga kr. 4.000 (best að

koma með sitt eigið). Kajak – leiga kr. 6.500 Hvort

tveggja þarf að panta með viku fyrirvara.

Hvenær: 10.-13. júlí, 2008

Hámarksfjöldi: 25 manns

Verð: 47.000 kr.

________________________________________

Sjá nánar á heimasíðu FÍ:

http://www.fi.is/ferdir/ferdir-fi/nr/571/

og á slóðinni www.123.is/jojo

Gengið um Fljótafjöllin og yfir til nágrannabyggða. 3 skór

Númer: S-18

Dagsetning: 15.7.2008

Brottfararstaður: Bjarnargil í Fljótum

Viðburður: Gengið um Fljótafjöllin og yfir til nágrannabyggða. 3 skór

Lýsing:

15. – 19. Júlí.

Hámarksfjöldi þátttakenda: 30.

Fararstjórar: Sigríður Lóa Jónsdóttir og Trausti Sveinsson.

Fljótin eru rómuð fyrir fegurð og fjölbreytt gróðurfar sem áhugavert er að kynnast og spennandi gönguleiðir liggja til allra átta. Gist verður á Bjarnargili í Fljótum og verður boðið upp á gistingu í uppábúnum rúmum, gistingu í hjólhýsi eða að þátttakendur sofi í tjöldum sem þeir hafa meðferðis. Góð sundlaug og heitur pottur er við Sólgarðaskóla í 5 km fjarlægð frá Bjarnargili. Gert er ráð fyrir sameiginlegum mat allan tímann og að þátttakendur taki þátt í matatgerð og frágangi.

Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu FÍ:

http://www.fi.is/ferdir/ferdir-fi/nr/545/

Með eilífðinni á Arnarvatnsheiði. Surtshellir, gígur, hraun og veiði

Númer: S-26

Dagsetning: 30.7.2008

Brottfararstaður: Mörkin 6 kl. 13

Viðburður: Með eilífðinni á Arnarvatnsheiði. Surtshellir, gígur, hraun og veiði

Lýsing:

HÁLENDIÐ 3 skór

Með eilífðinni á Arnarvatnsheiði. Surtshellir, gígur, hraun og veiði 30.júlí – 4. ágúst.

Fararstjóri: Sigrún Valbergsdóttir.

Hámark: 15.

Brottför frá Mörkinni 6

Afar fáfarin gönguleið um afréttir Borgfirðinga og Vestur Húnvetninga. Lagt er upp frá vaði á Norðlingafljóti meðfram Eiríksjökli og upp undir Langjökul. Þaðan er haldið Sjá nánar á heimasíðu FÍ:

http://www.fi.is/ferdir/ferdir-fi/nr/551/

Kjölur og Karlsdráttur. 2 skór - Ferðir FÍ

Númer: H-3

Dagsetning: 25.7.2008

Brottfararstaður: Mörkin 6 kl 18

Viðburður: Kjölur og Karlsdráttur. 2 skór

Lýsing:

25. – 27. júlí.

Fararstjóri Leifur Þorsteinsson.

1. dagur. Brottför frá Mörkinni 6 kl. 18. Ekið inn

fyrir Innri-Skúta á Kjalvegi og gengið þaðan vestur í skála FÍ við Þverbrekknamúla.

2. dagur. Gengið suðvestur með Hrútfelli og suður að

Hvítárvatni. Þaðan er farið á báti í Karlsdrátt. Í lokin siglt í Hvítárnes, þar sem gist verður seinni nóttina í elsta skála FÍ.

3. dagur. Ekið til Reykjavíkur. Ýmsir athyglisverðir

staðir skoðaðir á leiðinni.

Myndir úr fyrri ferð um Karlsdrátt og siglingu á Hvítárvatni.

Sjá nánar á heimasíðu FÍ:

http://www.fi.is/ferdir/ferdir-fi/nr/521/