Laxnesshátíðin - Í fótspor skáldsins 21. apríl

Laxnesshátíðin

Í fótspor skáldsins kl. 11 á morgun - laugardag
Kammerkór Norðurlands í Hörpu á sunnudaginn
Laxness í lifandi myndum og Bernska skálds í byrjun aldar á mánudaginn

Vinafélag Gljúfrasteins býður uppá göngu um miðbæ Reykjavíkur í fylgd Péturs Ármannssonar, arkitekts.  Gangan hefst við Laugaveg 32, fæðingarstað Halldórs Laxness,  laugardaginn 21. apríl kl 11:00 og endar við Vesturgötu 28, sem var  heimili hans á stríðsárunum.
Pétur mun miðla fróðleik um ýmis hús þar sem Halldór hafði viðkomu um  lengri eða skemmri tíma á yngri árum. Sigrún Valbergsdóttir og Birgir D. Sveinsson munu lesa örstutt textabrot sem  tengjast þessum tíma í lífi hins unga manns. Sum húsanna standa enn, önnur eru horfin.

Allir eru velkomnir – bærinn er stór!