Ferðafélag Íslands stendur fyrir hinni árlegu göngu um Leggjarbrjót 17. júní nk. Fararstjóri er Leifur Þorsteinsson höfundur Gönguleiða úr Hvalfjarðarbotni. Frábær gönguleið í hátíðlegu umhverfi Þingvalla.
Leggjarbrjótur: Forn þjóðleið 2 skór
17. júní, mánudagur
Fararstjóri: Leifur Þorsteinsson.
Brottför: Kl. 10 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6.
Gengin forn þjóðleið frá Svartagili í Þingvallasveit, inn eftir Öxarárdal, yfir Leggjarbrjót og niður að Stóra-Botni í Botnsdal í Hvalfirði. 5-6 klst.
Verð:4 .000/ 6.000. Innifalið: Rúta og fararstjórn.
Ítarupplýsingar: Nánari upplýsingar um svæðið má finna í smáritinu Gönguleiðir upp úr Botni Hvalfjarðar eftir Leif Þorsteinsson, sem m.a. má kaupa á skrifstofu FÍ, Mörkinni 6.