Bókin Leiðsögn um Vatnajökulsjóðgarð fæst nú á sérstöku hátíðaverði, aðeins kr. 2.900 fyrir félaga Ferðafélags Íslands. Bókin var gefin út í september 2011 á íslensku, ensku og þýsku. Hana er nauðsynlegt að eiga en að auki er hún tilvalin jólagjöf fyrir vini, bæði heima og erlendis.
Leiðsögn um Vatnajökulsþjóðgarð segir frá undraveröld sem hver Íslendingur ætti að kappkosta að kynnast sem best. Bókin gerir á hnitmiðaðan hátt grein fyrir furðum garðsins, glæsileika og fjölbreyttu náttúrufari. Hún leiðir ferðamanninn um þjóðgarðinn til upplýsingar og fróðleiks á ljósan og aðgengilegan hátt í byggð sem óbyggð.
Útgefandi: Vinir Vatnajökuls – hollvinasamtök Vatnajökulsþjóðgarðs