Næsta myndakvöld Ferðafélagsins verður haldið miðvikudaginn 17. febrúar í sal Ferðafélagsins í Mörkinni 6 og hefst kl. 20.00 að vanda.
Myndakvöldið er að þessu sinni í umsjá hjónanna Helga Björnssonar jöklafræðings sem sýnir ljósmyndir af íslenskum jöklum og fjallar um hið sýnilega og ósýnilega landslag sem jöklarnir búa yfir. Bók Helga, Jöklar á Íslandi sem kom út fyrir síðustu jól hefur hvarvetna vakið aðdáun enda um stórvirki að ræða. Jöklar á Íslandi fékk hin íslensku bókmenntaverðlaun í flokki fræðirita.
Eftir hlé heldur Þóra Ellen Þórhallsdóttir lífffræðingur fyrirlestur um fegurð landslags en Þóra hefur gert tilraunir til þess að meta fegurð landslags með vísindalegum aðferðum og eru niðurstöðurnar allfróðlegar.
Þóra Ellen hefur starfað með Ferðafélagi Íslands í áratugi við fararstjórn og setið í stjórn félagsins .
Ferðafélag Íslands óskar Helga Björnssyni til hamingju með bókmenntaverðlaunin og allir áhugamenn um jökla og leyndarmál þeirra hljóta að hlakka til myndakvöldsins.