Ljóðabók Valgarðs Egilsonar á tilboðsverði !
Komin er út ljóðabók, Á mörkum, eftir Valgarð Egilsson lækni og fráfarandi varaforseta Ferðafélags Íslands. JPV útgáfa gefur bókina út. Félagsmönnum F. Í. gefst færi á að kaupa bókina á tilboðsverði, 30 % lægra verði en útúr bókabúð( verð í bókabúð er 1990 kr.).
Valgarður Egilsson hefur unnið að krabbameinsrannsóknum frá því að hann lauk doktors-prófi frá Lundúna-háskóla 1978 ( University College London ), en einnig hefur hann fengist við ritstörf og skáldskap, gefið út ljóð, einnig leikrit, svo og skáldsögu á ensku.
Þeir sem vilja nýta sér ofangreint tilboð geta hringt í JPV forlag ( s. 575-5600 ) eða snúið sér beint til höfundar (s. 862-5167 ).
Væntanlegur er á markað CD-diskur með upplestri höfundar á ljóðum bókarinnar, Á mörkum.
Valgarð þekkja félagar í F. Í. af störfum hans fyrir félagið sem varaforseti þess í 8 ár, og einnig af fararstjórn hans á vegum félagsins.