Ljósmyndaferð í Landmannalaugar

Þriggja daga ljósmyndaferð um eitt fallegasta svæði landsins, Landmannalaugar. Gengið um svæðið og myndir teknar af litríku umhverfinu við mismunandi birtuskilyrði.


Hattver - jökulgil


1.d. Föstudagur.

Brottför er kl: 16 með rútu frá skrifstofu FÍ Mörkinni 6.Ekið inn í Laugar og stoppað á leiðinni til að taka myndir ef birtuskilyrði eru hagstæð.

2.d. Laugardagur.

Gengið yfir Bláhnúk, niður í Grænagil, upp í gegnum Laugahraunið á Brennisteinsöldu, niður í Vondugil og upp á Háöldu, sem er hæsta fjall á svæðinu. Kvöldið verður nýtt í næturmyndatökur, náttúruböð og til að fara yfir afrakstur dagsins.

3.d. Sunnudagur.

Lagt af stað til Reykjavíkur kl. 12 og stoppað við Ljótapoll á leiðinni. Þremur dögum eftir ferð eða miðvikudaginn 30. sept. verður farið yfir myndirnar og afraksturinn skoðaður á sérstöku ljósmyndakvöldi sem haldið verður í risi Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6.


Fararstjóri er ljósmyndarinn Gréta S. Guðjónsdóttir.


Undirbúningsfundur er mánudaginn 21. september kl. 18 í risi FÍ, Mörkinni 6. Mikilvægt er að allir taki með sér myndavél á fundinn þar sem kennt verður á helstu þætti vélarinnar.


Verð er 40.000 fyrir félagsmenn FÍ en 45.000 fyrir utanfélagsmenn og innifalið er rúta, gisting og farastjórn.