Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á lífríki Íslands

Ágæti ferðafélagi,

 

Mánudaginn 29. september verður haldið fyrsta fræðsluerindi vetrarins á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags .

Erindið verður haldið kl. 17:15 í stofu 132, í Öskju, Háskóla Íslands.

 

 

Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á lífríki Íslands

Dr. Snorri Baldursson og Dr. Bjarni Diðrik Sigurðsson flytja erindi um rannsóknir á loftslagsbreytingum og áhrif þeirra á lífríki lands og sjávar. Erindið er byggt á rannsóknum síðustu ára og nýútkominni skýrslu umhverfisráðuneytisins um Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi.

 

Samkvæmt nýlegum rannsóknum hefur loftslag farið hlýnandi hér á landi sem annars staðar á undanförnum árum og hafa síðustu fimm árin verið með þeim hlýjustu sem mæld hafa verið. Umtalsverðar breytingar hafa orðið á lífríki landsins á sama tíma, en þar sem rannsóknir eru takmarkaðar er oft erfitt að greina á milli breytinga sem stafa af hlýnun loftslags og þeim sem stafa af breytingum á atvinnuháttum og landnotkun, einkum fiskveiðum og búfjárbeit.  Í erindinu verður fjallað um þær breytingar sem þegar eru merkjanlegar á gróðurfari og dýralífi til lands og sjávar og reynt að spá fyrir um frekari breytingar sem verða á öldinni gangi spár vísindamanna um loftslagsbreytingar af mannavöldum eftir.

 

 

Þessi tilkynning er send starfsmönnum helstu stofnana og fyrirtækja sem fást við rannsóknir á náttúru Íslands.

Vonum að sem flestir mæti.

 

Fyrir hönd Hins íslenska náttúrufræðifélags

Friðgeir Grímsson, fræðslufulltrúi HÍN

 

www.hin.is