Lónsöræfi - Stafafellsfjöll - Tröllakrókar

HÁLENDIР                                                                   

Lónsöræfi - Stafafellsfjöll 

31. júlí - 3. ágúst, 4 dagar

Fararstjóri: Örlygur Steinn Sigurjónsson

1. dagur, laugardagur: Brottför frá Stafafelli kl. 9. Ekið inn Múladal (Geithelladal) og inn að Leirási. Gengið þaðan áfram og upp í botn Víðidals. Þaðan fram Víðidal, fram að Grund og upp að Kollumúlavatni þar sem gist verður fyrstu nóttina. Göngutími 8-10 klst.

2. dagur: Gengið niður Leiðartungur og í Múlaskála í Nesi þar sem er gist. Tröllakrókar skoðaðir ofan frá á leið niður. Göngutími 4-5 klst.

3. dagur: Gengið fram á Illakamb og fram Kambagil með Jökulsá í Lóni á vinstri hönd og gist við Ásavötn. Göngutími 5-6 klst.

4. dagur: Gengið yfir nýja brú á Jökulsá í Lóni og fram að Stafafelli þar sem ferðin endar. Göngutími 5-6 klst.

Ganga verður með allan farangur fyrri tvo dagana en trússað verður tvo seinni.

Verð: 39.000 / 43.000

Innifalið: Rúta, gisting, trúss, fararstjórn.