Útideildin er að hefja göngu sína og býður af því tilefni í opna kynningargöngu næsta miðvikudag, 20. maí.
Ferðinni er heitið í Seljadal sem liggur inn á milli Grímannsfells og Mosfellsheiðar. Hann hentaði sérlega vel fyrir seljabúskap á fyrri tíð enda grösugur og skjólsæll og eftir honum liðast Seljadalsáin.
Gangan hefst kl. 18.00. Vegna takmarkana sóttvarnalæknis getum við ekki sameinast í bíla. Við hittumst á bílastæði innst á vegarslóða sem liggur upp að námu neðst í Seljadal. Ekið er frá Hafravatnsvegi upp í Þormóðsdal og áfram upp að bílastæðinu við námuna. Á Hafravatnsveg er hægt að aka frá Nesjavallavegi, Úlfarsárdal eða frá Mosfellsbæ. Gera má ráð fyrir 15 mín akstri frá þessum stöðum.
Gönguleiðin er um 6 km. Hækkun 100m.
Klæðnað og útbúnað þarf að miða við veður og aðstæður.
Fararstjórar:
Örvar Aðalsteinsson 8993109
Þóra Björk Hjartardóttir 8470506
Nánari upplýsingar og skráning í Útideildina