Magnað FÍ Háfjallakvöld

Húsfyllir var í Háskólabíói
Húsfyllir var í Háskólabíói

Háskólabíó fylltist og hátt í 2 milljónir söfnuðust fyrir Líf styrktarfélag á FÍ Háfjallakvöldi sem haldið var í Háskólabíói 31. október. 

John Snorri Sigurjónsson var aðalfyrirlesari kvöldsins og sagði magnaða ferðasögu sína af K2, Island Peak, Lhotse og Broad Peak. Fyrirlestur Johns var líflegur og persónulegur enda dró hann ekkert undan.

Áður en John Snorri steig á svið sýndu læknarnir og ferðafélagarnir Ólafur Már Björnsson og Tómas Guðbjartsson ótrúlegar myndir og myndbönd frá ferðalögum sínum um Ísland á þessu ári. Heyra mátti saumnál detta yfir fegurðinni sem við blasti og frábærum drónamyndum Ólafs Más sem Tómas fylgdi eftir með jarðfræðimolum og lýsingum.   

FÍ Háfjallakvöld

Þetta er í annað sinn sem FÍ heldur Háfjallakvöld af þessum toga. Viðtökurnar hafa verið frábærar og félagið hefur fullan hug á því að halda áfram á sömu braut og gera þessi kvöld að föstum viðburðum í dagskrá FÍ.

FÍ Háfjallakvöld   FÍ Háfjallakvöld