Málþing tileinkað minningu Guðmundar Kjartanssonar

BÚRFELLSHRAUN

 

Málþing til minningar um Guðmund Kjartansson jarðfræðing

 

 

Þriðjudaginn 21. maí 2013 verður haldið í Náttúrufræðistofnun Íslands við Urriðaholt í Garðabæ, málþing tileinkað minningu Guðmundar Kjartanssonar jarðfræðings en síðasta rannsóknarverkefni hans var aldursgreining og kortlagning Búrfellshrauns sem er samheiti á mörgum hraunum í Garðabæ og Hafnarfirði og runnið hafa frá Búrfellsgíg til sjávar. Guðmundur lést árið 1972.

 

Málþingið verður frá kl. 13.15 til 16.15 og að því loknu verður farið að Bala, staðar á bæjamörkum Garðabæjar og Hafnarfjarðar og neðan Hrafnistu, þar sem bæjarstjórar Garðabæjar og Hafnarfjarðar, kynna sameiginlegt verkefni.

 

Að þessu málþingi standa auk Garðabæjar og Hafnarfjarðarbæjar, Náttúrufræðistofnun Íslands og félagið Hraunavinir.

 

Dagskráin verður þannig:

 

  1. Búrfellshraun og eldstöðvakerfi Krýsuvíkur: Kristján Jónasson jarðfræðingur

 

  1. Guðmundur Kjartansson og störf hans: Lovísa Ásbjörnsdóttir jarðfræðingur

 

  1. Faðir minn, Guðmundur Kjartansson: Solveig Guðmundsdóttir

 

  1. Örnefni í hraunalandslagi (Búrfellshraun) – hvaða máli skipta þau?: Reynir Ingibjartsson og Jónatan Garðarsson

 

  1. Fornminjar í Búrfellshrauni: Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur

 

  1. Verndun Búrfellshrauns: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri Garðabæjar

 

  1. Ógnir við hraun: Sigmundur Einarsson jarðfræðingur

 

Málþingsstjóri: Ólafur G. Einarsson, fyrrverandi ráðherra.

 

Aðgangur verður ókeypis en æskilegt að skrá sig hjá Náttúrufræðistofnun: sími 5900500, netfang: ni@ni.is