Málþing um gæða og umhverfismál í ferðaþjónustu

Hægt er að skrá sig á málþingið á vef Ferðamálastofu www.ferdamalastofa.is en það verður einnig sent út beint á Netinu og koma nánari upplýsingar varðandi útsendinguna inn á vefinn á morgun.
Flutt verða fjögur erindi og á meðal fyrirlesara er Geoff Penrose ráðgjafi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Qualmark í Nýja Sjálandi. Erindi hans kallast "Building better tourism experiences, the Qualmark New Zealand story" og er það flutt á ensku. Að loknum framsögum segja nokkrir ábyrgir rekstraraðilar  í ferðaþjónustunni reynslusögur af þátttöku sinni í gæða- og umhverfisverkefnum. Að erindunum loknum fer fram  Afhending EDEN (European Destination of Excellence) verðlaunanna fyrir árið 2010.
Málþingið er haldið af Ferðamálastofu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtökum ferðaþjónustunnar og Ferðamálasamtökum Íslands og er öllum opið.