Matjurtanámskeið

Næstu tvo miðvikudaga verður síðasta matjurtanámskeiðið sem við verðum með á þessu vori, og í kvöld og næsta mánudag verðum við með námskeið um Ávaxtatré.

Matjurtanámskeið:
Miðvikudagana 13. og 20. maí kl. 19:00 - 21:30. Tvö kvöld, verð kr. 12.500.-

Á námskeiðinu er fjallað um sáningu, ræktun og umönnun í ræktun matjurta. Greint er frá hefðbundnum og óhefðbundnum ræktunaraðferðum, jarðvegi og áburðargjöf, sýndar mismunandi gerðir ræktunarbeða, karma og skjólgjafa.

Ræktun ávaxtatrjáa:
Mánudagana 11. og 18. maí kl. 19:00 - 21:30. Tvö kvöld, verð kr. 12.500.-

Ávaxtatrjárækt á Íslandi eykst frá ári til árs með tilkomu harðgerðra sérvalinna yrkja frá Kanada, Norðurlöndunum og Rússlandi. Einn aðalfrumkvöðull í ávaxtatrjárækt á Íslandi er Sæmundur Guðmundsson á Hellu en hann hefur á síðastliðnum 25 árum viðað sér þekkingu og prófað tugi yrkja af eplatrjám sem hann hefur ræktað upp í garði sínum á Hellu og sumarhúsalandi skammt frá Brúfelli í Landsveit. Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur hefur undanfarin ár viðað að sér harðgerðum yrkjum og þá oft í samvinnu við Sæmund og ágrætt á harðgerða rótarstofna. Jón hefur í garði sínum á Akranesi sem er steinsnar frá flæðarmálinu ræktar fjölda yrkja af eplum, kirsuberjum auk þess sem vaxa hjá honum utandyra plómu og perutré. Árlega uppsker hann epli, bragðgóð kirsuber, plómur og perur og miðlar hann af þekkingu sinni á námskeiðinu.

Kennslustaður: Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, Gerðubergi 3-5,  111 Reykjavík.

Skráning hér á www.rit.is,  með tölvupósti á rit@rit.is  eða í síma 578 4800
Við skráningu komi fram: nafn, kennitala, heimili, sími og netfang nemanda.