Undanfarna daga hefur Morgunblaðið birt afar vandaða umfjöllun um virkjanamál og náttúruvernd sem allir ættu að gefa sér tíma í að lesa.
Fréttaskýringarnar hafa birst undir heitinu Mátturinn eða dýrðin og það er blaðamaðurinn Sunna Ósk Logadóttir sem heldur á penna.
Sjónum er einkum beint að fyrirhugaðri Hvalárvirkjun á Ströndum. Umfjöllunin er afar vel unnin og metnaðarfull, talað er við fjölda manns, rýnt í skýrslur, kort og kostnaðartölur og málin skoðuð af dýpt, sanngirni og fagmennsku.
Ferðafélag Íslands hvetur alla til að lesa þennan greinabálk enda eru staðreyndir og góðar upplýsingar grunnurinn að upplýstri ákvarðanatöku.